mánudagur, 3. nóvember 2008

Bretti á Nesinu

Byrjaði í feðraorlofi í dag og nýtti mér svefntíma sonarins vel til hlaupa. Var ekki með neitt sérstakt plan í gangi, hafði meira að segja spáð í að lyfta. Ákvað að byrja á að hita upp á hlaupabretti en svo er það þannig að þegar ég er byrjaður að hlaupa er erfitt að stoppa mig af. Þ.a. æfing dagsins var 8km létt vaxandi hlaup frá 11.1-15.8 og svo 2km niðurskokk. Hæfilegur dagskammtur og Frosti litli rumskaði ekkert á meðan. Stilltur strákur.

Engin ummæli: