sunnudagur, 23. nóvember 2008

Góð hlaupavika

1000. Langa hlaup vikunnar var á dagsskrá í dag. Náði því ekki í gær - sem betur fer þar sem veðrið var fínt í dag en leiðinlegt í gær. Hljóp upp að Árbæjarlaug, síðan Laugardalinn og út að Eiðistorgi. Samtals 27km.

Finn að formið er allt að koma og ég fer auðveldlega yfir 100km á viku án þess að finna fyrir neinum verkjum í fótum. Þ.a. ég útskrifa mig frá meiðslunum hér með. Hef hlaupið að meðaltali 100km á viku síðustu fjórar vikur. Ánægður með það.

Í vikunni hljóp ég 116 km og náði fjórum góðum gæðaæfingum: Fartlek á mánudag, Sprettum á miðvikudag, vaxandi tempói á laugardag og löngu hlaupi í dag. Mjög gott!

Engin ummæli: