laugardagur, 22. nóvember 2008

Létt vaxandi tempó

1200. Fín æfing á bretti á Nesinu. Byrjaði með létt vaxandi 7km kafla frá 11.1-14.6. Jók síðan ferðina og var á 15.0-17.0 næstu 8km. 2km niðurskokk í lokin. Þetta er æfing sem ég hef mikla trú á. Mun eflaust gera svipaða æfingu í hverri viku og bæta ögn við vegalengdina en ekkert í hraðann. Hámarkslengd er 24km.

Neil Kapoor er að taka þátt í 10xIronman sem er náttúrulega bara geggjun. Hann er búinn að vera að í 148 klst og hefur hjólað 1800km og er byrjaður að hlaupa.... Algjör bilun að mínu mati. Neil er frábær hlaupari og hefur alla burði að vera í fremstu röð í ultra hlaupum í heiminum. Mér finnst hann vera að fara illa með þann möguleika með því að taka þátt í þessari geðbiluðu keppni, þar sem þessi þrekraun getur haft slæm og langvarandi andleg og líkamleg áhrif á þá sem taka þátt. Neil vissi það svo sem vel en það gerir áskorunina bara meira heillandi fyrir hann....

Meira hér:
http://www.multisport.com.mx/deca/decairon.htm

Engin ummæli: