Fór út í góðaveðrið í morgun og hljóp 19km um borgina. Allt á hefbundnum slóðum. Með þessu hlaupi náði ég 100km viku og er það fyrsta þriggja tölustafa vikan mín síðan í vor.
Ég hljóp á hverjum degi í vikunni og tvo daga reimaði ég tvisvar á mig hlaupaskóna. Semsagt níu æfingar og 100km. Ágætt að hlaupa oftar og minna í einu á meðan ég er að auka magnið. Í vikunni var ein æfing þar sem ég tók tempó, aðrar æfingar voru frekar rólegar eða í mesta lagi létt vaxandi. Annars er mér farið að klæja í fæturna að taka brekkuspretti, eins fáránlega og það hljómar.
Horfði á NYC maraþonið í dag. Þvílíkt flott hlaup og fannst mér merkilegast að sjá fertuga rússneska babúsku koma í öðru sæti í mark. Í hlaupinu voru nefnilega flestar af frægustu hlaupakonum heimsins. Annars var gaman að sjá að Gauti Höskulds skilaði sér í mark á 2:47 sem er svakalegur tími í þessu hlaupi. Gæti trúað hann eigi innistæðu fyrir 2:45 á sléttri braut. Það kemur síðar!
1 ummæli:
Já frábær árangur hjá Gauta og ekkert smá öflugt hjá honum að taka tvö hlaup í ár á 2:47
Börkur
Skrifa ummæli