laugardagur, 29. nóvember 2008

Millilangt

Hljóp ekkert í gær, sem var frekar erfitt. Er að myndast við að ná rólegri viku í hlaupunum áður en ég skipti um gír og fer að einbeita mér að áfangasprettsæfingum. Gott að ná upp pínu hraða áður en ég fer inn í maraþonundirbúininginn.

Annars er ég ekki alveg viss hvað ég geri í vor. Athugaði hvað kostar að fljúga til Parísar og miðinn á almennu farrými kostar nú rúmar 60.000 krónur! Mér finnst það bara ekki sanngjarnt verð fyrir flugmiða til Parísar. Bíð eftir betra boði...

Í dag hljóp ég rólegan Viktorshring með hlaupahópnum sem gerir út frá Vesturbæjarlauginni. 90 mín hlaup og samtals 18km.

Engin ummæli: