sunnudagur, 28. maí 2006
laugardagur, 27. maí 2006
Akranes.
Akraneshlaupið er fínasta hlaup, vel skipulagt og brautin góð. En það er eitt við Akranes - þar er alltaf rok og núna var eins og það væri mótvindur úr öllum áttum.... Verstur var vindurinn þegar hlaupið var úr bænum (11-15km) - sterkur vindur beint í fangið og hægði það verulega á mér. En svo var snúið og þá var vindurinn í bakið sem var vægast sagt gott. Ég rúllaði í bæinn, frekar lítið mótíveraður og kom í mark á 1:19:35 sem er jöfnun á besta tímanum mínum sem er orðinn allt of gamall.....
fimmtudagur, 25. maí 2006
átján komma núll
0930. Ægisíða, Öskjuhlíð, Kársnes, inn í Kópavogsdal, yfir í Fossvogsdal hjá kirkjunni, Fossvogur, Öskjuhlíð, Perlan, Hringbraut, Grenimelur...... Hlaupið varð aðeins legnra en ég ætlaði. En þegar veður er gott og gaman a hlaupum er oft erfitt að stoppa....
miðvikudagur, 24. maí 2006
frekar snubbótt....
Frekar snubbót æfing í dag. Örstutt upphitun + 4000m + 2x1000 á 3.39 mín/km með 1mín hvíld milli spretta. Ekkert niðurskokk, smá teygjur og svo bara búið í dag....
þriðjudagur, 23. maí 2006
mánudagur, 22. maí 2006
Sprettir
1630. Mætti á æfingu hjá Mörthu í höllinni. 4km upphitun + 8x400m á 73sek með 60sek hvíldum. Bætti við 3x1000m á 3.30 með 60sek hvíldum á milli. Smá niðurskokk og svo hjólað heim á milljón....
sunnudagur, 21. maí 2006
Laugar...
1430. Fór í Laugar og hljóp á bretti í 48mín. Á leiðinni út hífði ég mig upp nokkrum sinnum, tók dýfur, bakfettur og axlaræfingu.....
laugardagur, 20. maí 2006
Heiðmörk...
1015. Hitti Birki og Þorlák hjá Árbæjarlaug og við hlupum upp í Heiðmörk, klassískan 21km hring. Mjög gott að komast á stígana í Heiðmörkinni - meira svona!!
Ég er búinn að skrá mig í Chicago Marathon sem er 22. október. Spennandi....
Ég er búinn að skrá mig í Chicago Marathon sem er 22. október. Spennandi....
föstudagur, 19. maí 2006
morgunskokk
0620. 12km skokk út að Gróttu eins og venjulega. Var dálítið stífur í kálfa til að byrja með en það jafnaði sig eftir 2-3km.....
fimmtudagur, 18. maí 2006
langir sprettir....
Fór á brautina í hádeginu og tók frekar erfiða æfingu.
3200m-2400m-1600m-800m-400m með 800m-800m-400m skokkhvíldum á milli. Var á ca 83-85sek /hring nema 800m sprettinn hljóp ég á 79-80sek/hring. Dálítill vindur á brautinni en gott að finna hvað rúll á 83-85 er "þægilegt".
Setti upp lagalista fyrir æfinguna -> I Feel You - Dep.Mode, Personal Jesus - Dep.Mode, Stripped - Rammstein, Smack My Bitch Up - Prodigy, Close to Me - Cure, Just like Heaven - Cure, Come into My Sleep - Nick Cave....
3200m-2400m-1600m-800m-400m með 800m-800m-400m skokkhvíldum á milli. Var á ca 83-85sek /hring nema 800m sprettinn hljóp ég á 79-80sek/hring. Dálítill vindur á brautinni en gott að finna hvað rúll á 83-85 er "þægilegt".
Setti upp lagalista fyrir æfinguna -> I Feel You - Dep.Mode, Personal Jesus - Dep.Mode, Stripped - Rammstein, Smack My Bitch Up - Prodigy, Close to Me - Cure, Just like Heaven - Cure, Come into My Sleep - Nick Cave....
miðvikudagur, 17. maí 2006
þriðjudagur, 16. maí 2006
sprettir í höllinni
1630. 4km upphitun + 8x(400m á ca 76-72sek, 60sek hvíld) + 2x(1000m á 3.33, 60sek hvíld) + smá niðurskokk.
sunnudagur, 14. maí 2006
active....
0810 hjólaði út í Nauthól - hljóp í kringum flugvöllinn - hjólað í Kópavogslaug.
1530 hljóp til tengdó upp í Breiðholt.
Vikan var nokkuð góð. 101km hlaup, slatti af hjólakílómetrum og nokkrir kílómetrar af skriðsundi.....
1530 hljóp til tengdó upp í Breiðholt.
Vikan var nokkuð góð. 101km hlaup, slatti af hjólakílómetrum og nokkrir kílómetrar af skriðsundi.....
Neshlaupið
Tók þátt í Neshlaupinu eins og venjulega. Mjög skemmtilegt hlaup og gaman að spreyta sig á 15km. Ég var vel stemmdur fyrir hlaupið og alveg til í að taka dálítið á. Burkni hljóp með mér út og við fylgdumst að alveg að þangað til um 500m voru eftir þá tók Burkni endasprett sem ég réð ekki við. En engu að síður gott hlaup sem var ekkert hrikalega erfitt þrátt fyrir að hlaupa á sama tempói og í Flugleiðahlaupinu um daginn. Tíminn 54.47 sem gefa 3.39 mín/1000m. Nokkuð sáttur.
föstudagur, 12. maí 2006
fimmtudagur, 11. maí 2006
bretti....
Fór í hádeginu í Laugar. Ætlaði að hita pínu upp á brettinu og fara svo að lyfta. En eftir 2km upphitun gat ég ekki hætt og hljóp 3000-1200-2000 á 17.1 með stuttum hvíldum og skokkaði svo niður. Dálítið bjánalegt að vara á bretti í góða veðrinu.....
miðvikudagur, 10. maí 2006
þriðjudagur, 9. maí 2006
morgunhlaup + sprettir
0620. Hljóp 8km í góða veðrinu. Voða duglegur í morgunhlaupunum að undanförnu. Meira að segja hættur að þurfa vekjaraklukku.
1640. Brautin í Laugardal. Eftir smá upphitun hljóp ég með Þorláki 800-1000-1200-1200-1000-800. Tempóið var ca 82-84 sek/400m. Með niðurskokki var æfingin um 12km. Virkilega góð æfing!!!
1640. Brautin í Laugardal. Eftir smá upphitun hljóp ég með Þorláki 800-1000-1200-1200-1000-800. Tempóið var ca 82-84 sek/400m. Með niðurskokki var æfingin um 12km. Virkilega góð æfing!!!
mánudagur, 8. maí 2006
Morgunhlaup + sund í hádeginu
Fór út í góða veðrið í morgun, kl. 0620, og hljóp út að Gróttu. Alveg meiriháttar að byrja daginn á hressandi morgunhlaupi. Skellti mér svo í sund í hádeginu og synti 1000m skriðsund.
Er allur að komast í gang eftir Hamborgarþonið. Tók því rólega fyrstu vikuna en er búinn að vera duglegur að synda og hlaupa síðustu daga. Finnst ég vera búinn að ná mér eftir maraþonið og ætla að fara að bæta við hraðaæfingum. Svo sem engin stór plön á næstunni - en ætla að vera duglegur að hlaupa á morgnana og fara í sund og lyfta smá.....
Er allur að komast í gang eftir Hamborgarþonið. Tók því rólega fyrstu vikuna en er búinn að vera duglegur að synda og hlaupa síðustu daga. Finnst ég vera búinn að ná mér eftir maraþonið og ætla að fara að bæta við hraðaæfingum. Svo sem engin stór plön á næstunni - en ætla að vera duglegur að hlaupa á morgnana og fara í sund og lyfta smá.....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)