laugardagur, 27. maí 2006

Akranes.

Akraneshlaupið er fínasta hlaup, vel skipulagt og brautin góð. En það er eitt við Akranes - þar er alltaf rok og núna var eins og það væri mótvindur úr öllum áttum.... Verstur var vindurinn þegar hlaupið var úr bænum (11-15km) - sterkur vindur beint í fangið og hægði það verulega á mér. En svo var snúið og þá var vindurinn í bakið sem var vægast sagt gott. Ég rúllaði í bæinn, frekar lítið mótíveraður og kom í mark á 1:19:35 sem er jöfnun á besta tímanum mínum sem er orðinn allt of gamall.....

Engin ummæli: