laugardagur, 9. október 2004

geðhlaup

Í dag var hlaupið til styrktar góðs málefnis. Við LHF-félagarnir Birkir, Rúnar, Þorlákur og ég hlupum saman 10km í Geðhlaupinu á rétt innan við 40 mín eins og stefnt var að. Við komum allir saman saman í mark en þá vissum við ekki af veglegum bókargjöfum. Annars hefðum við kannski sprett úr spori, aldrei að vita hvernig þau ósköp hefðu endað..... Birkir var "dæmdur" sigurvegari en því miður fyrir Rúnar varð hann að láta sér linda 4. sætið og engin blóm né bók fyrir hann - some guys have all the luck :-). Þetta var ágætis vísbending um formið, hvorki blásið úr nös í eða eftir hlaupið. Hlaupið átti að vera jafnt 4mín pace, en það varð aðeins hægara í byrjun en seinni helmingurinn var á ca 3.50 tempói. Það hlýtur að vera í lagi.... Með upphitun og niðurskokki var æfingin ca 16km.


Var nú að vona að hlaupafélagarnir Pétur Ásbjörns og Siggi Þórainns nýttu tilboð 40mín pacemeikerana en þeir létu ekki sjá sig. Maður veit því ekki hvenær þessir hlaupagarpar brjóta 40mín múrinn en þetta var gott tækifæri fyrir þá.

Nú er vika í Amsterdamhlaupið og ég er bara bjartsýnn. Í næstu viku verður lítið hlaupið og e-r hluti verður á MP hraða. Stefni á að hlaupa á mánudag, þriðjudag og fimmtudagsmorgni. Það er víst voða sniðugt að fá sér próteinríka máltið á miðvikudagskvöldinu, hlaupa morgunhlaup á fimmtudeginum og hefja carbo-load-ið sem er ein dolla af Leppin carbo-load-i strax að morgunhlaupinu loknu. Einnig verður borðað mikið af pasta og allri óhollustu sleppt. Þar sem ég er hræddur við magaverki þá ætla ég líka að sleppa öllum mjólkurvörum frá og með næsta þriðjudegi.

Engin ummæli: