fimmtudagur, 7. október 2004

öskjuhlíðin

Birkir og ég rétt misstum af LHF-æfingunni en hlupum á eftir hópnum á góðu rúllandi tempói ca 4.20-4.00 13km Öskjuhlíðarhring. Hlaupið var gjörsamlega áreynslulaust og allt lítur vel út fyrir Amsterdamhlaupið. Veðrið var alveg frábært, svalt og logn sem er fátítt á Ægisíðunni....
Stefni á Geðhjálparhlaupið á laugardaginn og ætla að taka það sem æfingu - klára það á rétt undir 40mín.

Fékk þessa sniðugu sendingu frá Gulla LHF-ara: http://www.marathonguide.com/fitnesscalcs/PaceBandCreator.cfm

Er að spá í að prenta út nokkur svona hraðaarmbönd og velja svo eitt fyrir Amsterdam....

Engin ummæli: