miðvikudagur, 13. október 2004

nudd og gufa

Þetta var algjör lúxus hvíldardagur. Fór í nudd til Guðbrands í dag, var í vafa hvort ég ætti að fara eða ekki þannig að ég dreif mig til að þurfa ekki að velta mér upp úr því öllu lengur. Í kvöld fór ég í gufubað sem er algjört möst eftir nuddið.

Passaði mataræðið vel, kominn í te og samloku með banana á morgnana. Fæ mér e-a ávexti og drekk mikið vatn. Í hádeginu fékk ég mér mikið af salati, pasta og túnfisk, reyktan og grafin lax og brauð. Svo er ég alveg hættur í kaffinu. Er svo heppinn að í vinnunni er hægt að fá frábært te frá Tehúsi Bláa Mánans sem er algjör snilld. Í kvöldmatinn var kjúlli, grænmeti og hrísgrjón. Ekki nóg með að það sé til te frá Tehúsi bláa Mánans (hljómar eins og dularfull Tinna bók) í vinnunni heldur fór frúin og keypti þar frábært myntute sem heitir 'sense of peace'.

Carbo-loadið byrjar á morgun. Fyrst fer ég í stutt morgunhlaup með Rúnari sem verður síðasta hlaupið fyrir Amsterdam.

Engin ummæli: