fimmtudagur, 30. júní 2005

tempó - 2km R + 6km T + 2km R

Fór í fyrsta skipti í langan tíma á bretti og náði fínni æfingu. Eftir 2km upphitun jók ég hraðann á brettinu og hljóp 6km á 3.45-3.40 tempói og kláraði svo með 2km niðurskokki. Brettið er ótrúlega gott í tempóhlaup þar sem maður stjórnar hraðanum, eða brettið manni?

En þetta var ekki áreynslulaust. Strax í upphituninni vildi ég koma mér út til að hlaupa og svo fyrstu 2km í tempóinu var ég mikið að spá í að hlaupa tempóið úti. En ég lét mig hafa það og eftir að maður komst yfir ákveðinn þröskuld sem fylgir að hlaupa á bretti var þetta ekkert mál og úr varð mjög góð fimmtudagsæfing. Æfingin var semsagt 10km.

Engin ummæli: