Ég hef lítið náð að hlaupa í vikunni og svo til að toppa þetta þá er ég núna kominn með einhvern flensuskít.... En vikan hefur verið svona ->
þriðjudagur - 9km hringur út á Nes.
fimmtudagur - hjólaði niður um 21.30 í Laugar og hljóp á bretti ca 6.5km á 3.30 eða hraðar. Fyrsti áfanginn var 3000m og hinir styttri. Stefndi á að hlaupa 3*3000m en það var djö erfitt að hanga á brettinu... Svo tók ég lyftingahring og hjólaði heim.
laugardagur - var hálfslappur en prófaði samt að hlaupa. Gafst upp í Nauthólsvíkinni og hljóp heim. 10km
Reikna ekki með að hlaupa neitt í dag......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli