sunnudagur, 26. júní 2005
hafnarfjörður - heiðmörk - breiðholt.
Byrjaði hlaup dagsins hjá mömmu og pabba í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Hljóp beinustu leið upp í Setberg og upp Lindarberg. Þar fór ég á veginn sem liggur upp í Heiðmörk og stefndi á hlíðina hjá Maríuhellum. Hljóp svo út hlíðina og veginn sem liggur að stígunum í Heiðmörkinni. Þessi vegakafli er mjög rúllandi og margar fínar og brattar brekkur. Svo kom ég á Heiðmerkurstígana og fylgdi þeim alla leið í Breiðholtið og endaði í afmæli hjá Maríu Fanneyju sem hélt upp á 6 ára afmælið sitt í dag. Alltaf gaman að enda hlaup í kökuveislu :-). Verð nú að viðurkenna að þetta var lengra en ég hélt og ég hafði ætlað mér að hlaupa í dag. Miðað við tímann þá var þetta líklega um 28-29km túr....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli