0930 - Hlaupið frá Árbæjarlaug og upp í Heiðmörk, svo var bætt við Powerade til að ná 28km. Ágætisvika sem byrjaði á þremur frídögum og svo hljóp ég 93km á fjórum dögum....
Þegar ég kom heim lét ég renna kalt vatn í bað og skellti mér ofan í í ca 10mín. Það á víst að gera manni gott.... Lét renna dálítið til að halda baðinu köldu, kom mér á óvart hvað ég átti auðvelt með að setjast í vatnið, eins og ég er nú mikil kuldaskræfa.... Kannski þarf maður að bæta við klökum til að þetta virki almennilega en þetta var allavega ágætis tilraun.
sunnudagur, 31. júlí 2005
laugardagur, 30. júlí 2005
MP æfing nr. 1
0930 - Hittumst þrír í Laugum og hlupum yfir göngubrúna yfir Miklubraut , þá tók við 15km MP kafli inn Fossvoginn út að Eiðistorgi niður að bryggju og eftir Sæbraut. Hraðinn náði nú ekki alltaf MP hraða en var nálægt því. Æfingin var 20km í heildina.
föstudagur, 29. júlí 2005
Nes + Öskjuhlíð
1200 - Neshringur, 9km rólega
1800 - Ægisíða - Nauthóll og smá hringur í Öskjuhlíð, 9km með Freyju í hlaupakerru.
1800 - Ægisíða - Nauthóll og smá hringur í Öskjuhlíð, 9km með Freyju í hlaupakerru.
fimmtudagur, 28. júlí 2005
viktor + nes
1200 - Viktorshringur 18km
2100 - Neshringur 9km
Nú er maður að koma sér í maraþongírinn fyrir Berlín, 59 dagar til stefnu!
Búinn að vera í sumarfríi náði nokkrum frábærum hlaupum í því....
Hljóp 17km hring í Skaftafelli, upp að Sjónarnípu, Glámu, meðfram Kristínartindun og niður hjá Sjónarskeri og endaði í Lambhaga. Alveg meiriháttar leið í frábæru veðri. Fann að utanvegahlaup eiga vel við mig. Ég hljóp þetta eins hratt og ég gat og harðsperrurnar voru eftir því.....
Flottasta hlaupið var í Borgarfirði Eystri. Þar hljóp ég frá Bakkagerði og inn í Breiðuvík um Gagnheiði. Hér er leiðin: http://www.borgarfjordureystri.is/kort/NA-hluti.htm
Þetta var 25km hlaup og þónokkur hækkun í sól og blíðu. Ótrúlega falleg leið á líklega fallegasta stað landsins.
2100 - Neshringur 9km
Nú er maður að koma sér í maraþongírinn fyrir Berlín, 59 dagar til stefnu!
Búinn að vera í sumarfríi náði nokkrum frábærum hlaupum í því....
Hljóp 17km hring í Skaftafelli, upp að Sjónarnípu, Glámu, meðfram Kristínartindun og niður hjá Sjónarskeri og endaði í Lambhaga. Alveg meiriháttar leið í frábæru veðri. Fann að utanvegahlaup eiga vel við mig. Ég hljóp þetta eins hratt og ég gat og harðsperrurnar voru eftir því.....
Flottasta hlaupið var í Borgarfirði Eystri. Þar hljóp ég frá Bakkagerði og inn í Breiðuvík um Gagnheiði. Hér er leiðin: http://www.borgarfjordureystri.is/kort/NA-hluti.htm
Þetta var 25km hlaup og þónokkur hækkun í sól og blíðu. Ótrúlega falleg leið á líklega fallegasta stað landsins.
fimmtudagur, 14. júlí 2005
langt á fimmtudegi
1700 - Hljóp frá Grenimelnum niður í Laugar og tók 18km hring sem var hlaupinn vaxandi með nokkrum öflugum hlaupurum. Hljóp svo heim með því að fara Sæbrautina, niður að bryggju, hjá Alþingishúsinu, hlykki í kringum Tjörnina, fram hjá Háskólanum, niður Suðurgötu, á Ægisíðu og heim. Samtals 31km.
Frekar ánægður hvað þetta var auðvelt og tempóið var mjög gott í öllu hlaupinu, og þónokkrir km vel undir MP hraða....
Þá er ég búinn með tvö af fimm löngu hlaupunum fyrir Berlín. Gott hjá mér!
Frekar ánægður hvað þetta var auðvelt og tempóið var mjög gott í öllu hlaupinu, og þónokkrir km vel undir MP hraða....
Þá er ég búinn með tvö af fimm löngu hlaupunum fyrir Berlín. Gott hjá mér!
miðvikudagur, 13. júlí 2005
rólegheit
1100 - hljóp Neshring. Kom heim og þá vildi Freyja fara í hlaupakerruna og Fannar hjólaði með. Fórum aðeins niður á Ægisíðu í rólegheitunum - samtals 13km...
þriðjudagur, 12. júlí 2005
brautin
1200 - 5*1000 (3.20-3.28) á brautinni með 60 sek á milli + 400m sprettur á 65sek í lokin. 5km niðurskokk á eftir.
mánudagur, 11. júlí 2005
Laugar
Fór í Laugar af því að ég nennti ekki að hlaupa í rigningunni og hljóp 10km á bretti, þar af 3km á MP.
sunnudagur, 10. júlí 2005
heiðmörk
Hljóp frá Krummahólum og niður að Árbæjarlaug þar sem ég hitti Jóa og Birki. Birkir var þá búinn að hlaupa einn Poweradehring. Við héldum síðan upp í Heiðmörk og rúlluðum 21km hringinn. Ég hljóp með Birki niður að stíflu og aftur upp að Árbæjarlaug en Jói hélt áfram og kláraði Poweradehringinn. Þetta var þokkalega erfitt og ég var alveg uppgefinn eftir hlaupið, rúmir 25km.
laugardagur, 9. júlí 2005
viktorshringur.
Fór út kl. 09 og hljóp Viktorshringinn, 17.5km, á 1:16 sem er ca 4:20 meðaltempó. Námsflokkahlaupið sat ekkert í mér.
föstudagur, 8. júlí 2005
námsflokkahlaup
Það voru frekar leiðinlegar aðstæður í Námsflokkahlaupinu, rok og rigning á köflum. Þó var ágætis veður í Fossvogsdalnum þannig að þetta var nú ekki alslæmt. Ég hljóp ekkert sérstaklega vel, vantar e-ð upp á hraðann hjá mér en skilaði mér þó annar í mark á 37.12. Hlaupið vann antilópan Birkir á frábærum tíma, 35.43.
þriðjudagur, 5. júlí 2005
Yasso 800
Við hlaupafélagarnir mættum á brautina og tókum Yasso æfinguna sem eru 10X(800m sprettir, 400m rólega). Hraðinn var ca 2.40 með hverja 800m og 400m hlaupnir á sama tíma í beinu framhaldi. Birkir og Þorlákur voru sprækir og voru alltaf undir 2.40 með hverja 800m en ég stundum örlítið yfir. En þessi æfing er alveg meiriháttar góð svo ég tali nú ekki um við aðstæðurnar eins og þær voru í Laugardalnum í hádeginu - alveg frábærar. Ég var rosalega ánægður að komast í gegnum æfinguna þrátt fyrir að þrjá síðustu vikur hafa verið frekar stífar hjá mér og svo var 34km hlaup á sunnudaginn sem sat náttúrulega í manni. En samt maður nær sér ótrúlega fljótt, í gær hefði ég varla getað hlaupið 5km vegna þreytu enda hvíldi ég mig alveg í gær fyrir utan smá sprikl í Laugum.
Með öllu var æfingin ca 16km.....
Með öllu var æfingin ca 16km.....
sunnudagur, 3. júlí 2005
34K
Fór út kl. 0810 og hljóp frá Grenimel út á Norðurströnd og upp á Lindarbraut, þaðan alveg upp í Elliðarárdal og hljóp allan Powerade hringinn. Síðan fór ég niður í Laugardal, fram hjá Laugum, niður að sjó og hljóp meðfram sjónum og upp í Vesturbæinn hjá verbúðinni við Tryggvagötu. Þaðan lá leiðin heim - 34km. Lengsta æfing mín til þessa!!!! Hef bara tvisvar hlaupið lengra og það var í Amsterdam maraþoninu 2003 og 2004.
Ég lagði af stað með þrjá brúsa með Leppin og svo einn Leppin gelbrúsa. Eftir 18km, við Árbæjarlaug, þá voru Leppin brúsarnir tómir, ég fyllti þá af vatni og notaði gelbrúsann eftir það. Ekki frá því að það hafi verið sterkur leikur....
Nú er 1 LANGT hlaup komið í undirbúningnum og 4 eftir. Markmið þessa hlaups var eiginlega að komast almennilega í gegnum vegalengdina ("cover the distance") og það tókst - ekkert svo eftir mig eftir hlaupið. Ég hljóp allan tímann á frekar jöfnum hraða, ca 4.45. Reikna með að næstu LÖNGU hlaup verði með kafla á MP.
Ég lagði af stað með þrjá brúsa með Leppin og svo einn Leppin gelbrúsa. Eftir 18km, við Árbæjarlaug, þá voru Leppin brúsarnir tómir, ég fyllti þá af vatni og notaði gelbrúsann eftir það. Ekki frá því að það hafi verið sterkur leikur....
Nú er 1 LANGT hlaup komið í undirbúningnum og 4 eftir. Markmið þessa hlaups var eiginlega að komast almennilega í gegnum vegalengdina ("cover the distance") og það tókst - ekkert svo eftir mig eftir hlaupið. Ég hljóp allan tímann á frekar jöfnum hraða, ca 4.45. Reikna með að næstu LÖNGU hlaup verði með kafla á MP.
laugardagur, 2. júlí 2005
laugavegshringur
Lagði í Laugavegshringinn kl. 9 í morgunn - 12km.
Stefni á fyrsta LANGA hlaupið í maraþonprógramminu á morgun. Reikna með að taka 5 hlaup yfir 30km í undirbúningnum fyrir Berlín. Verður gott að geta strikað eitt af þeim út á morgun.
Stefni á fyrsta LANGA hlaupið í maraþonprógramminu á morgun. Reikna með að taka 5 hlaup yfir 30km í undirbúningnum fyrir Berlín. Verður gott að geta strikað eitt af þeim út á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)