sunnudagur, 3. júlí 2005

34K

Fór út kl. 0810 og hljóp frá Grenimel út á Norðurströnd og upp á Lindarbraut, þaðan alveg upp í Elliðarárdal og hljóp allan Powerade hringinn. Síðan fór ég niður í Laugardal, fram hjá Laugum, niður að sjó og hljóp meðfram sjónum og upp í Vesturbæinn hjá verbúðinni við Tryggvagötu. Þaðan lá leiðin heim - 34km. Lengsta æfing mín til þessa!!!! Hef bara tvisvar hlaupið lengra og það var í Amsterdam maraþoninu 2003 og 2004.

Ég lagði af stað með þrjá brúsa með Leppin og svo einn Leppin gelbrúsa. Eftir 18km, við Árbæjarlaug, þá voru Leppin brúsarnir tómir, ég fyllti þá af vatni og notaði gelbrúsann eftir það. Ekki frá því að það hafi verið sterkur leikur....

Nú er 1 LANGT hlaup komið í undirbúningnum og 4 eftir. Markmið þessa hlaups var eiginlega að komast almennilega í gegnum vegalengdina ("cover the distance") og það tókst - ekkert svo eftir mig eftir hlaupið. Ég hljóp allan tímann á frekar jöfnum hraða, ca 4.45. Reikna með að næstu LÖNGU hlaup verði með kafla á MP.

Engin ummæli: