Við hlaupafélagarnir mættum á brautina og tókum Yasso æfinguna sem eru 10X(800m sprettir, 400m rólega). Hraðinn var ca 2.40 með hverja 800m og 400m hlaupnir á sama tíma í beinu framhaldi. Birkir og Þorlákur voru sprækir og voru alltaf undir 2.40 með hverja 800m en ég stundum örlítið yfir. En þessi æfing er alveg meiriháttar góð svo ég tali nú ekki um við aðstæðurnar eins og þær voru í Laugardalnum í hádeginu - alveg frábærar. Ég var rosalega ánægður að komast í gegnum æfinguna þrátt fyrir að þrjá síðustu vikur hafa verið frekar stífar hjá mér og svo var 34km hlaup á sunnudaginn sem sat náttúrulega í manni. En samt maður nær sér ótrúlega fljótt, í gær hefði ég varla getað hlaupið 5km vegna þreytu enda hvíldi ég mig alveg í gær fyrir utan smá sprikl í Laugum.
Með öllu var æfingin ca 16km.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli