1200 - Viktorshringur 18km
2100 - Neshringur 9km
Nú er maður að koma sér í maraþongírinn fyrir Berlín, 59 dagar til stefnu!
Búinn að vera í sumarfríi náði nokkrum frábærum hlaupum í því....
Hljóp 17km hring í Skaftafelli, upp að Sjónarnípu, Glámu, meðfram Kristínartindun og niður hjá Sjónarskeri og endaði í Lambhaga. Alveg meiriháttar leið í frábæru veðri. Fann að utanvegahlaup eiga vel við mig. Ég hljóp þetta eins hratt og ég gat og harðsperrurnar voru eftir því.....
Flottasta hlaupið var í Borgarfirði Eystri. Þar hljóp ég frá Bakkagerði og inn í Breiðuvík um Gagnheiði. Hér er leiðin: http://www.borgarfjordureystri.is/kort/NA-hluti.htm
Þetta var 25km hlaup og þónokkur hækkun í sól og blíðu. Ótrúlega falleg leið á líklega fallegasta stað landsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli