Í dag var Brúarhlaupið á dagsskrá, síðasta hlaupið fyrir Berlínarmaraþonið. Ég ætlaði mér að bæta mig í dag þrátt fyrir að þetta sé magnmesta vikan í maraþonundirbúningnum. Ég var í fínu standi og ákvað að hlaupa jafnara hlaup en í RM. Fór út með Ingólfi og við skiptumst á að leiða fram að snúningi þar sem var smá mótvindur. Það vakti fljótlega furðu okkar hvað kílómetramerkingarnar voru undarlegar, mikið spreyjað í göturnar og þrátt fyrir að telja okkur vera á nokkuð jöfnum hraða voru splittin út og suður. Við snúninginn gaf ég aðeins í, og Ingólfur kvaddi mig kurteisislega en ég hélt ferðalaginu áfram. Mér leið vel alla leiðina og hélt takti alla leið í markið og bætti meira segja aðeins í síðustu 3 kílómetrana. EN svo kom maður í markið og tíminn var 1:20:38 sem kom óþægilega á óvart. Margir hlauparar voru jafn hissa og ég á tímunum sínum og nokkrir sem voru með Garmin á sér mældu 21.7km. Ef rétt er, þá er það náttúrúlega fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á Íslandsmót í hálfu maraþoni og geta svo ekki mælt það rétt.....
Það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum hvort mælingar voru réttar, eða hlauparar einfaldlega slappir í dag.....
En þangað til þá þýða 21,7km á 1:20:38 niðurreiknað í 21,1km 1:18:24, sem er jú bæting. Já, svo endaði ég í þriðja sæti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli