sunnudagur, 11. september 2005

Laugar...

Skrapp í Laugar og hljóp 10km á bretti, þar af 6km á MP.

Í þessari viku hef ég hlaupið 93km og þar af 42km (tilviljun?) á MP. Annars er ég búinn að hlaupa 726km síðustu 7 vikurnar sem gera að meðaltali 104km á á viku. Nú verða næstu tvær vikur mjög rólegar. Stefni á að taka tvær gæðaæfingar í næstu viku. Annars vegar 3*3000m á brautinni í hádeginu á þriðjudaginn og hins vegar 10-15km MP æfingu. Að öðru leyti verða æfingar í algjöru lágmarki fram að Berlínarmaraþoninu. Flest hefur gengið upp í undirbúningnum nema að bæta sig í RM en að örðu leyti er ég mjög ánægður með undirbúninginn og því er sjálfstraustið gott fyrir hlaupið sjálft.

Engin ummæli: