fimmtudagur, 22. september 2005

BERLíN MARATHON - 3 dagar

Þá er undirbúningi fyrir Berlínarmaraþonið lokið. Tók síðustu æfinguna í hádeginu, 6km á brettinu. Dálítið skrítið að klára síðasta kílómetrann - en nú er bara að pakka niður dóti, carbolóda og slaka vel á þangað til á sunnudagin. Ég flýg út í hádeginu á morgun og áfram beint til Berlínar. Það er ágætt að sleppa við morgunflugið því þá get ég kvatt fjölskylduna almennilega og borðað morgunmat í rólegheitum. Síðan skröltir maður út á KEF....

Við Símamennirnir þrír ætlum að mBlog-ga hlaupið og hægt er að fylgjast með hérna. Byrjum að senda inn myndir á morgun.

Engin ummæli: