laugardagur, 17. september 2005

15K - 8 dagar í Berlín.

Fór á bretti í Laugum og hljóp 15km, þar af 10km á MP. Braut MP hlutann upp í 1000m, 3000m, 3000, 2000, 1000 með smá pásum á milli til að þreyta mig minna. Er mjög stífur í öxlunum og það pirraði mig á hlaupunum.

Þriðjudagsæfingin var líklega aðeins of erfið og ég var eiginlega alltof þreyttur eftir hana. Hvíldi á fimmtudag og föstudag og er núna búinn að jafna mig. Nú gildir líklega að minna sé meira þannig að maður heldur æfingum í lágmarki fram að stóra hlaupinu.

Engin ummæli: