sunnudagur, 4. september 2005

Viktor með Freyju í kerru og Birki í eftirdragi.....

Ofurskipulagður dagur í dag. Um leið og Fannar fór í afmæli var ég búinn að græja Freyju í hlaupakerruna. Akkúrat þá mætti Birkir sem var þá búinn að hlaupa úr Laugum og út fyrir golfvöll. Við lögðum af stað út á Ægisíðu og hlupum venjulegan Viktor, 17km. Ég stytti reyndar aðeins leiðina. Freyja sem svaf mest alla leiðina var orðin pirruð þegar við nálguðumst höfnina þ.a. ég fór beinustu leið yfir Austurvöll og Garðastrætið og svo beint heim. Ágætis túr og ég fann ekki fyrir 21,7km hlaupinu í gær..... Birkir, sem vann 10km hlaupið, sagði mér frekar súra sögu af sínu hlaupi. Hann var með löggubíl fyrir framan sig sem hægði svo á sér og Birkir þurfti eiginlega að ýta bílnum á undan sér. Allt í einu stoppar löggubíllinn og Birkir var þá ekkert klár á því hvert hann ætti að fara. Svo þegar kom að snúningnum þá þurfti hann að öskra á starfsmann sem stóð þar, vegna þess að bíll kom æðandi úr hinni áttinni og hefði bara straujað Birki í snúningnum. Sem betur fer vaknaði starfsmaðurinn og stoppaði bílinn sem nauðhemlaði víst fyrir framan tærnar á Birki.....

Ég held að maður hugsi sig þrisvar um áður en maður mætir aftur á Selfoss, sem er slæmt vegna þess að það er frábær stemmning í bænum og brautin auðvitað pönnukökuflöt sem er nú bara gott ef rétt er mælt.....

Hljóp í heildina 123km í þessari viku.

Engin ummæli: