Í hádeginu var á stefnuskránni 3000-2000-1000 metra sprettir. Ég var e-ð illa fyrirkallaður, lappirnar eins og smjör og hausinn ekki alveg mótiveraður. Reyndi nú við sprettina en æfingin breyttist í 1000-2000-1000 á 17.5 sem er alls ekki nógu gott.
Var alls ekki sáttur með frammistöðuna í hádeginu og til að bæta mér það upp fór ég í Laugar um kvöldið og náði þá þessari fínu æfingu, 6*1000, með stuttum hvíldum á milli. Hraðinn var 17.5-17.9.
Svona eiga mánudagar að vera!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli