miðvikudagur, 30. mars 2005

fyrsta morgunhlaup ársins + sprettir í hádeginu

Alltaf spennandi að mæta í morgunhlaup. Maður þarf ekki einu sinni vekjaraklukku þrátt fyrir að maður ætli að hlaupa kl. 06.30! Við hittumst þrjú hjá Vesturbæjarlauginni og hlupum út fyrir Gróttu í mildu veðri, samtals 9km. Þetta er frábær leið til að byrja daginn, yfirleitt milt veður svona snemma á morgnana og svo er ágætt að vera búinn með nokkra kílómetra áður en maður gerir nokkuð annað.....

Reikna með að það fjölgi í hálf-sjö hópnum á næstu vikum. Stefni á hlaup á mánudögum og miðvikudögum kl. 06.30.

Ég fékk greinilega ekki nóg um morguninn þ.a. ég fór í Laugar í hádeginu og tók smá sprettæfingu 4*1000m með 90sek hvíldum + 4km rólegt skokk.

Nú á að bæta í!

Engin ummæli: