föstudagur, 4. mars 2005

20mín tempó

Enn ein æfingin á brettinu. Birkir og ég tókum klassíska 20mín tempóæfingu með 10mín upphitun og ca 10mín niðurskokki. Ég var reyndar ekki alveg upp á mitt besta í dag þar sem ég virðist vera að fá kvef og kverkaskít. Því skipti ég 20mín tempóinu upp í áfanga, hljóp í 2*1km, 2km, 1,5km og hvíldi í 1mín á milli. Hresstist nú þegar leið á æfinguna og var fyrsti kílómetrinn erfiðastur. Vonandi náði ég að hlaupa þetta úr mér í dag svo ég verði hress í Pétursþoninu á morgun....

Æfingarnar í þessari viku hafa allar verið á fínum hraða - löng sprettæfing á mánudag - styttri sprettir á miðvikudag og nú tempó. Þetta gæti verið ágætis plan í mars og apríl? 3 gæðaæfingar í viku + langt hlaup. Allavega, stefni á að halda þessu áfram næstu vikurnar.....

Engin ummæli: