Pétursþonið tókst alveg glymrandi vel. Frábær stemning og allir í góða skapinu. Birkir, Þorlákur og ég mynduðum LHF sveit og hlupum 6 hringi hver, fyrst 2*2 hringi, svo róteruðum við 1 hring á mann og Þorlákur og ég hlupum báðir síðasta hringinn, hann með flöguna og ég elti. Náði honum nú ekki þ.a. hann skilaði okkur í mark á mig minnir 2:37 í heildina. Ágætt að koma yfir línuna og klára og sjá 2:37 á klukkunni - fín æfing ;-).
Gaman að sjá sigurtíma frjálsíþróttasveitarinnar sem vann á 2:21 - 5 ungir, sprækir drengir skiptust á að hlaupa einn hring í hvert skipti og náðu þó ekki Íslandsmeti Sigga P - spurning hvort Íslandsmetið standi í 20 ár í viðbót?
Svo má svosem bæta við að LHF var undir Íslandsmetinu í kvennaflokki sem er auðvitað í eigu Mörthu Ernst.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli