Nú var komið að Powerade-hlaupi og aðstæður voru alveg frábærar. Þar sem ég var búinn að vera lasinn í vikunni bjóst ég ekki við neinum svakalegum árangri en ég var ágætlega stemmdur og ætlaði bara að sjá hvernig formið væri. Ég byrjaði ágætlega, hljóp stóran hluta með Jóa Gylfa og Bergþóri en svo dró aðeins í sundur með okkur þegar við vorum komnir neðst í Elliðarárdalinn mér í óhag. Reyndi nú að ná Jóa í rafstöðvarbrekkunni en það gekk ekki í þetta skiptið. Ég skilaði mér í mark á 38.24 og er þokkalega sáttur við það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli