laugardagur, 4. febrúar 2006

hlaupabretti, sviti og blóð.

Samkvæmt plani var ekkert langt hlaup á dagskrá og því voru 'aðeins' hlaupnir 22km. Frekar vandræðalegt, og erfitt, að mæta á brettið og horfa út í góða veðrið. Það hafði sko verið spáð roki og rigningu.... En þetta gekk e-n veginn samt alveg ágætlega og 105mín hlaup á bretti liðu hratt enda í góðum félagsskap.

Fjórða hver vika í planinu er skilgreind sem 'recovery' vika og nú var einmitt svoleiðis vika að klárast. Engu að síður 102km hlaupnir.

Nú er fyrsta hluta Hamborgarplansins lokið. Þessi hluti var tileinkaður þoli (endurance). Í næsta hluta, 5 vikur, er fókusinn á þol og hraðaúthald (endurance and threshold).

Í nýjasta RW eru ágætar reglur um löng hlaup. Þar er mælt með að taka frí frá langa hlaupinu í fjórðu hverri viku, hlaupa síðan tvö af þremur á rólegu tempói en hafa eitt langt hlaup í þessum fjögurra vikna lotum frekar erfitt. T.d. í 34 km hlaupi að taka þá tvo hluta inni í hlaupinu á MP. Þá væri km 1-10 rólegir 11-18 MP, 19-25 rólegir, 26-31 MP, 32-34 rólegir. Eða að hlaupa fyrri helminginn rólega og seinni nálægt MP. Rólegt tempó er ekkert lull heldur hraði sem er ca 10-20% hægar en MP.

Engin ummæli: