Mættum 5 Hamborgarar niður í Laugar um 09.00 í morgunn. Fyrst var hlaupinn einn Poweradehringur á rólegu tempói en svo var tekinn MP kafli, sem varð nú hraðari, frá Víkingsheimili og út Ægisíðu. Þar söfnuðum við liði og héldum áfram út á Nes. Róuðum okkur aðeins niður og beygðum við Lindarbraut. Ég tók frekar þéttan kafla frá Lindarbraut og út að ljósum Kringlumýrarbrautar (tæpir 32km búnir þá). Endað á rólegu skokki upp með Laugardalslaug, spónarstígurinn og fyrsta beygja niður í átt að Laugum. 34km voru á bílaplaninu fyrir utan Laugar. Hlaupið gekk mjög vel hjá öllum og er ég bjartsýnn á að Hamborgarfarar eigi eftir að standa sig vel í apríl :-).
Nú er ég búinn með 6 vikur í æfingaáætluninni og 636 kílómetra. Var að klára lengstu vikuna 121km. Er eiginlega hálf hissa á hvað þetta hefur gengið vel hingað til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli