Á planinu voru 20km, þar af 15km á hálfmaraþon hraða. Mér fannst það vera of erfið æfing m.v. ástandið. Aðeins farinn að finna fyrir álagi síðustu vikna. Í staðinn var áveðið að ná einni Yasso æfingu sem eru 10x(800m, 400m) þar sem 400m eru hlaupnir á jafn löngum tíma og 800m spretturinn. Yasso er tiltölulega þægileg æfing þar sem hvíldin á milli sprettana er frekar mikil. Því hentar hún vel þegar þreyta er komin í lappir. Æfingin gekk alveg glymrandi hjá Hamborgurunum og enduðum við æfinguna með því að skella saman tveimur 800m sprettum. Frábært.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli