fimmtudagur, 2. febrúar 2006
hraðaþol
Ákvað í morgunn að hlaupa á bretti. Sá voðalega mikið eftir því í dag að vera ekki með útidót með mér. Hefði nefnilega getað hlaupið aðeins upp í Elliðarárdal og fengið svo vindinn í bakið alla leið heim í 15km. Dálítið klúður. En hvað um það, fór á brettið og horfði á handboltaleikinn, þ.e. þangað til að ég var kominn í e-n skrítinn trans og tók ekki lengur eftir honum - veit ekki einu sinni hvernig hann fór. Æfingin gekk rosalega vel. Hitaði fyrst upp í 3km og svo stillti ég brettið á 15.0 og hækkaði hægt og rólega upp í 15.8. Hljóp fyrst 12km vaxandi, hvíldí í eina mín og svo aftur 3km vaxandi og endaði í 16.1. Þ.a. ég var rúmar 58mín með 15km á hraða og svo skokkaði ég niður í 2km. Eftir æfinguna teygði ég og fékk e-r glósur frá manni sem fannst ég svitna fullmikið; gæti nú alveg notað handklæðið sem ég var með. Ég tók ekki eftir honum heldur. Hífði mig upp á leiðinni út og hjólaði svo heim í vatnsveðri - voða hressandi þessi rigning, hef ég heyrt.......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli