laugardagur, 26. ágúst 2006

Langur laugardagur

0900. Lagði af stað frá Grenimel og hljóp niður í Laugar þar sem ég hitti nokkra maraþonhlaupara. Við hlupum upp í Elliðarárdal og fórum einn Poweradehring. Þá lá leiðin inn Fossvoginn. Milli Víkingsheimilisins og Nauthóls var hraðinn nálægt MP og síðan róuðum við okkur niður, þó ekki of mikið ;-). Hlupum út að Lindarbraut og Norðurströndina til baka. Ég beygði inn á Mela en hlaupafélagarnir héldu áfram.... Hlaupið endaði í 32-33km... Þá er ég búinn að leggja inn tvö +30km í bankann....

Þegar ég kom heim lét ég kalt vatn renna í baðið og var í rúmar 10mín í köldu vatninu. Þetta hjálpar til við að jafna sig eftir erfiðar æfingar....

Engin ummæli: