miðvikudagur, 23. ágúst 2006
rólegt hádegishlaup
1200. Hljóp upp að Árbæjarlaug í rólegheitum, 12km. Hljóp með Jóa G og við vorum að rifja upp hvað virkar vel í maraþonhlaupum. Ég vil meina að allt hafi gengið vel í Hamborg en eitt atriði gerði kannski gæfumuninn fyrir mig. Ég hafði lesið grein í Runners World þar sem hlaupari tileinkaði e-m nákomnum eina mílu, og gott ef hann bað ekki fyrir þeim. Ég er nú ekki alveg svo trúrækinn en ákvað að gera svipað. Hugsaði vel til fjölskyldu, ættingja, vina og rifjaði upp góða tíma. Hugurinn flakkaði á milli fólks og skemmtilegra atburða og gerðu mér hlaupið ótrúlega auðvelt. Ég varð eitt sólheimabros og gat hlaupið afslappaður og glaður í gegnum maraþonið og tíminn flaug áfram. Mæli með þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli