Í dag voru 28km á prógramminu, þar af 22km á MP. Ég var illa stemmdur fyrir átökum og drattaðist áfram fyrstu kílómetrana. Var eiginlega á því að snúa við þegar ég kom upp í Nauthólsvík og ætlaði að hlaupa Pétursslaufuna og fara svo heim. En þegar ég kom út úr þessari lykkju ákvað ég að fara aðeins lengra og endaði með að snúa við hjá Víkingsheimilinu. Sama leið til baka og þá á þokkalegu tempói. Ekkert voða hratt samt. Finnst svo sem að ég eigi inni að sleppa einu löngu hlaupi.....
Ein vika eftir af stífum æfingum og svo byrjar taper-inn.
Á áætlun næstu viku er sprettæfing, millilöng æfing og 32km æfing þar sem seinni helmingurinn verður á MP. Já, og nudd.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli