þriðjudagur, 14. mars 2006

Sprettir í Laugum

Fór beint í spretti eftir vinnu í dag. Góð nýting á tíma ef ég klæði mig í vinnunni, hleyp niður í Laugar og beint á brettið. Æfingin var alveg frábaer, smá hliðarspor frá planinu mínu en þetta var akkúrat sem ég þurfti í dag. Stefán Viðar setti upp aefinguna. Eftir 5km upphitun voru nokkrir sprettir.

3.2km @16.9 + 800m @10.0 + 2.4km @17.1 + 800m @10.0 + 1.6km @17.3 + 400m @10.0 + 800m @17.5.

Klaeddi mig í útifötin og hljóp heim, 5km. Var alveg búinn á leiðinni. Hafði ekkert drukkið og leið eins og að klára maraþon. Náði nú heim að lokum og fékk mér fullt af Leppin...

20km aefing í dag, þar af 8km á ágaetum hraða....

Engin ummæli: