laugardagur, 11. mars 2006

LANGT hlaup

Hljóp að heiman kl. 0840 og niður í Laugar þar sem ég hitti nokkra hlaupara. Þaðan fórum við upp að Árbæjarlaug, Fossvogsdalinn, Ægisíðu, litla morgunhringinn minn og svo stoppuðum við aðeins við bensínstöðina á Ægisíðu og fylltum á brúsa. Planið var að fara út að Gróttu en Gulli(Bostonfari) kom hlaupandi af Nesinu og sannfærði okkur um að þar væri allt í slabbi. Við snérum þá bara við og hlupum aftur niður í Nauthólsvík. Þá fór ég Hlíðarfótin og út að Valsheimili, Hringrautina og upp að Háskólanum (34,5km). Ákvað þá að bæta aðeins við og hljóp það sem eftir var af litla morgunhringnum mínum, Suðurgötu, Starhaga, Ægisíðu, Hofsvallagötu, Neshaga og svo heim á Grenimel. Þessi ósköp enduðu í 37km..... No Problemo!!!

Engin ummæli: