laugardagur, 20. október 2012

10km MP álag

Nú er vika í hlaup og klassískt að taka 5-10km á maraþonálagi og hlaupa um 16km.  Helgi og ég hittumst í Vesturbænum og byrjuðum á 4km upphitun. Áagskaflinn hófst við Olís Ánanaust og við hlupum út á Nes og enduðum í Skerjafirðinum.  Við tókum smá pásu eftir 5km og ég tók svo aftur stuttar pásur eftir 7km og 8,5km.  Ég kláraði MP kaflann á 36:48 sem er 3:41 meðaltempó.  Sáttur við það.  Mjög flott veður, hiti rétt um frostmark og smá hálka á stígunum.   [16,5km]

Engin ummæli: