Frábært veður eins og svo oft undanfarið. Friðleifur og ég tókum Ríkis með þremur áföngum. Við vorum ekki með GPS þ.a. við létum tilfinninguna ráða. Fyrsti áfanginn var 11mín (Víkingsheimili-Neðst í brekku undir kirkjugarði) og svo skokkuðum við rólega í 3mín. Næsti áfangi var 7mín (Kirkjugarður-Ljós við Hlíðarenda) og svo 2mín hvíld. Þriðji áfanginn Snorrabraut og niður að Sæbraut (3:20). Semsagt pælingin var 3-2-1 km æfing á vaxandi hraða. Mjög fín æfing sem tók á. [14km]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli