miðvikudagur, 17. október 2012

3-2-1 áfangar

Frábært veður eins og svo oft undanfarið.  Friðleifur og ég tókum Ríkis með þremur áföngum.  Við vorum ekki með GPS þ.a. við létum tilfinninguna ráða.  Fyrsti áfanginn var 11mín (Víkingsheimili-Neðst í brekku undir kirkjugarði) og svo skokkuðum við rólega í 3mín.  Næsti áfangi var 7mín (Kirkjugarður-Ljós við Hlíðarenda) og svo 2mín hvíld. Þriðji  áfanginn Snorrabraut og niður að Sæbraut (3:20).  Semsagt pælingin var 3-2-1 km æfing á vaxandi hraða.  Mjög fín æfing sem tók á. [14km]

Engin ummæli: