Létt MP æfing með Flóka og Friðleifi. Hlupum niður að Sæbraut hjá dælustöðinni og tókum 2x2km MP áfanga meðfram strandlengjunni að Hörpu. Mjög fallegt veður og líklega mjög svipað og spáð er í Frankfurt á sunnudaginn. Áfangarnir voru á ca 3:36 mín/km meðaltempói sem er nokkuð bjartsýnt MP :-) [8km]
Góður fílingur.
Ég er núna á þriðja degi í kolvetnissvelti sem hefur reynst mér vel í maraþonundirbúningnum. Veit ekki hvort það geri e-r kraftaverk fyrir hlaupið en það skerpir amk fókusinn andlega. Mér líður eiginlega strax mun betur þegar ég sleppi kolvetnum. Í staðinn fæ ég mér eggjahræru með reyktum makríl og tómat í morgunmat, kjöt/fisk í hádeginu með góðu grænmeti og svipað á kvöldin. Ekkert mál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli