miðvikudagur, 10. október 2012

Morgunskokk + 10K tempó

#1 Morgunskokk með Möggu, niður í bæ, Laugaveg, Snorrabraut, Nauthól og sjávarsíðuna heim.  Mjög vel valin leið þar sem við vorum í góðu skjóli frá Austanáttinni en fengum hana í bakið meðfram sjónum.  Mjög fínt.

#2 Aðalæfing dagsins var svo með Helga í Kringlunni.  Eftir stutta upphitun þá var 10km hratt tempó á dagskrá. Ég byrjaði á 16.7 (3:35) og jók hraðann hægt og rólega og endaði á 18.5 (3:15).  Þetta var bara létt og gefur gott sjálfstraust fyrir framhaldið.  Með stuttu niðurskokki var æfingin 13km.

Engin ummæli: