laugardagur, 20. ágúst 2005
Reykjvíkur (hálf)Maraþon
Dagurinn byrjaði á hefbundinn hátt, brauð og te en svo fór maður að blanda íþróttadrykki og gera sig kláran í slaginn. Að venju fórum við Birkir út á Ægisíðu og hvöttum maraþonhlauparana. Að því loknu fór maður heim og gerði sig kláran og óskaði familíunni góðs gengis í RM en Sigrún, Guðný og pabbi voru öll á leið í 10K. Þau fóru aðeins á undan mér út úr húsi en mér finnst ágætt að mættur eins nálægt startímanum og mögulegt er. Það var gaman að hitta hlauparana á ráslínunni en óvenjumargir ætluðu 21K og margir góðir hlauparar þar á meðal. Ég hljóp létt af stað og markmið mitt var að klára hlaupið nálægt 1:18. Ég var 37 mín með fyrstu 10K sem var alveg samkvæmt áætlun en síðan tók svolítið í að hlaupa á móti vindinum á Sæbrautinni, en það var mótvindur alla leið að snúningspunktinum og hægði dálítið á mér á þessum kafla. Við snúningin fékk maður svo vindinn í bakið og gat maður þá gefið aðeins í en samt var farið að draga dálítið af mér þarna. Næstu kílómetrar voru dálítið erfiðir fyrir mig en svo heyrði ég í Ingólfi fyrir aftan mig og það kveikti aðeins í mér. Hann og Jói náðu mér svo við Kalkofnsveginn og síðan jókst hraðinn hjá okkur og endaði með þvílíkum endaspretti og sem betur fer náði ég að halda þeim fyrir aftan mig alla leið í markið. Ég endaði á 1:19.50 sem er ekki alveg nóg gott hjá mér!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk Gísli! En ég fór hljóðlega fram úr bróður þínum, nú var enginn Gísli til að reka hann áfram ;-).
Skrifa ummæli