þriðjudagur, 30. ágúst 2005

sprettir + bretti

Æfing 1:Í hádeginu var sprettæfing á brautinni. Æfing dagsins var 1000-2000-1000-2000-1000 með 2 mín milli spretta. Ég hljóp alla sprettina á 3:30 mín/km tempói. Síðasti spretturinn var reyndar tekinn frá brautinni og upp Römbluna og endað hjá Fjölskyldugarðinum. Æfingin rétt náði 10km. Jákvætt að við félagarnir gátum haldið út svona æfingu þrátt fyrir erfiðar æfingar að undanförnu.

Æfing 2:Eftir vinnu fór ég svo á bretti og hljóp 9km á jöfnum rólegum hraða og teygði vel á eftir.

Engin ummæli: