þriðjudagur, 2. ágúst 2005

áfangar + nokkrir á bretti

1200 - 10x1000m á brautinni með 60sek milli áfanga. Stefnan var að hlaupa á 3.30 hvern sprett en ég datt nú stundum aðeins yfir það. Nú er ég hættur að hlaupa spretti hraðar en ca 10km keppnishraða. Með upphitun og niðurskokki var æfingin 15km.

2100 - Fór í Laugar og hljóp 6km á bretti og gerði svo nokkrar maga- og bakæfingar.

Næstu tvær vikur verða mjög strembnar í prógramminu, síðan ætla ég að hafa Reykjvíkurmaraþonvikuna rólega, þvínæst tvær erfiðar vikur og svo byrjar maður að trappa sig niður fyrir Berlín....

Engin ummæli: