sunnudagur, 13. febrúar 2005

Fínasta vika....

Ég byrjaði hlaupavikuna á bretta-sprettum í hádeginu á mánudeginum, 4*1000m með 60sek hvíldum á milli. Ætla að vinna í því að koma sprettunum upp í 6-8km á næstu vikum. Komst ekkert að æfa á þriðjudeginum en á miðvikudeginum var enn ein bretta-spretta æfingin - 3.4km upphitun + 3*(120sek, 90sek) + (90sek,120sek) + (80sek, 130sek) + 2*(60sek, 30sek) allir sprettir á 20.0 +1,5km niðurskokk. Birkir og ég skruppum í Powerade á fimmtudaginn. Við vorum búnir að heita því að hlaupa rólega og stóðum við það. Á laugardaginn var 24km æfing í frekar leiðinlegu veðri. Byrjaði æfinguna með Laugaskokki en þar sem Laugaskokkarar hlaupa ekki langt á laugardögum skyldu leiðir og ég, Þorlákur og einn sprækur bættum við ca 10km lykkju við löggilta Laugaskokksæfingu. Í morgunn hljóp ég 21km. Í staðinn fyrir að hlaupa hefbundinn Viktorshring, hljóp ég Ægisíðuna upp að Stíflu og Fossvoginn aftur til baka. Það var lúmskur kaldur Norð-Austlægur vindur sem var ágætt að fá í bakið eftir að hafa verið með hann í fangið í 11,5km....

Engin ummæli: