mánudagur, 14. febrúar 2005
mánudagur til.....
Samkvæmt planinu voru 3000-2000-1000 metra bretta-sprettir á dagskrá í hádeginu. Því miður voru lappirnar enn þreyttar eftir hlaup helgarinnar. Það var greinilega ekkert of skynsamlegt að hlaupa 45km um helgina svona einn, tveir og þrír. Ég gerði nú samt heiðarlega tilraun með spretti en hætti fljótlega og hljóp 4km rólega og gerði síðan bak- og magaæfingar með smá upphífingum og axlarpressum. Ágætis tilbreyting að fara léttan rúnt í salnum, geri það eiginlega allt of sjaldan. Annars pantaði ég tíma hjá Guðbrandi nuddara á miðvikudaginn. Algjört möst að fara til hans öðru hvoru. Svo er það sprettæfingin 3-2-1 á morgun og ekkert múður!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli