Í dag tók ég klassíska 4*1000m æfingu, með ca 90sek hvíldum milli spretta. Byrjaði með brettið í 18.1 og endaði með það í 19.0. Með upphitun og niðurskokki náði æfingin 9km.
Keypti febrúarhefti Runners World í vikunni. Langt síðan ég hef lesið RW, þ.a. ég sleppti því ekki fyrr en ég var búinn að lesa það spjaldana á milli. Var búinn að fá nóg af blaðinu í bili, hafði nefnilega verið með aðgang að heilu árgöngunum á bókasafni í Hellerup og var eiginlega búinn að lesa blaðið upp til agna og fátt nýtt var farið að sjást. En þetta blað var alveg ágætt. Ágætis maraþonprógrammsskema sem byggir á að hlaupa frekar langt hlaup með vaxandi hluta á maraþonhraða og daginn eftir er langa hlaup vikunnar á dagskrá. Hina dagana var ein sprettæfing á 10km keppnishraða, millilangt hlaup og uppfyllingarhlaup þess á milli. Virtist vera nokkuð gott prógramm sem væri gaman að taka mið af við næsta maraþonundirbúning. Það var líka ágætis grein um brjálaðan mann sem stefnir að hlaupa 300mílur í einum rykk. Hann hleypur langt tvisvar í mánuði , vaknar kl. 02 og hleypur til hádegis og er þá búinn með ca 75mílur!!! Síðan var smá umfjöllun um Ultramaraþon og mér fannst nú quote-in skemmtilegust, t.d. þessi:
"Any idiod can run a marathon, but it takes a special kind of idiot to run an ultra"
"Some folks complain that life passes too quickly. NOT IN AN ULTRA."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli