laugardagur, 26. febrúar 2005

Gott veður í Grafarvogi!

Við Þorlákur ákváðum að kíkja í heimsókn til ÍR-skokks og hlaupa frá Breiðholtslauginni í morgunn. Það var rosalega fínt, hópurinn sameinaðist HÁS hópnum í Elliðarárdalnum og nokkrir fóru með okkur upp í Grafarvog. Við stóðumst ekki mátið að hlaupa þangað þar sem það var nánast logn. Við erum yfirleitt frekar óhepnir með veðrið þegar við hlaupum í Grafarvoginum en ekki í dag. Við hlupum góðan hring þar og svo aftur upp í Breiðholtslaug. Jakob, sem er að æfa fyrir London maraþon, hljóp með okkur allan hringinn og verður gaman að fylgjast með hvernig honum mun ganga í sínu fyrsta maraþoni.

- Hringur dagsins var 25km

Engin ummæli: