mánudagur, 21. febrúar 2005

Góð sprettæfing!

Mér fannst ég vera dálítið þreyttur í löppunum til að byrja með en sem betur fer hlustaði ég ekkert á það og úr varð ein besta sprettæfing ársins. Eftir 3km upphitun byrjuðu sprettirnir og á matseðlinum voru 2000-1000-2000-1000 metra sprettir. Ég hvíldi í 3mín eftir lengri sprettina og 2mín eftir 1000m sprettinn. Komst mjög vel frá sprettunum og var hraðinn 18.1 í öllum sprettum nema þeim síðasta sem var vaxandi upp í 18.6. Merkilegt hvað það brýtur vel upp sprettina og gerir þá auðveldari að fikta aðeins í tökkunum á brettinu. Mér finnst ágætt að auka hraðann á 100 til 200 metra fresti, jafnvel þó maður sé orðinn virkilega þreyttur. Ég endaði svo æfinguna á 2km niðurskokki. Í dag voru Jói og Alfreð með mér í sprettunum en það er algjört möst að hafa e-a í svipuðum gír í kringum sig.

Verð á hlaupaskóm er út fyrir öll velsæmismörk hér á landi. Því er ágætis sparnaður fyrir heimilið fólgin í því að kaupa hlaupaskóna á netinu. Við Sigrún kaupum flest okkar skópör á www.runningshoes.com og fáum þá svo senda með FedEx. Sendingarkostnaðurinn er líka mjög sanngjarn, á fyrsta pari er hann 25$ og á því næsta 14$ minnir mig. Við keyptum okkur skó á föstudagskvöldið fyrir viku og þeir voru komnir í okkar hendur á þriðjudegi - flott það !

Engin ummæli: