Fór á brettið í hádeginu og sprettæfing dagsins samanstóð af [2000m + 1600m + 1200m + 800m + 400m] sprettum með ca 3mín hvíldum á milli. Byrjaði með brettið á 18.1 og sprettirnir urðu hraðari eftir því sem leið á og endaði á 20.0 með smá halla. Þetta var ótrúlega auðveld æfing og eflaust hefðu hvíldirnar mátt vera styttri....
Svo er auðvitað Pétursþonið á laugardaginn. Líklega hafa fáir gert eins mikið fyrir hlaupamenningu höfuðborgarsvæðisins og Pétur undanfarin ár.Reikna með að vera í 4-5manna sveit sem skiptir bróðurlega á milli sín hringjunum 17. Algjört möst að mæta í hlaupið hans Péturs og hylla þennan mikla hlaupahöfðingja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli