laugardagur, 19. febrúar 2005

tuttugu og sex komma fimm

Ég hljóp ekkert í gær - fór í spa-ið í Laugum og hafði það gott og endaði daginn á Sjávarkjallarunum á Food and Fun hátíðinni.

Í morgunn hitti ég svo félagana úr LHF. Það var frekar fámennt en góðmennt á æfingunni. Guðmundur LHF frömuður varð fertugur í dag og í tilefni dagsins hljóp hann 30km. Hann er á fullu í að undirbúa sig fyrir Parísar maraþon sem verður í byrjun apríl. Við hlupum frá Vesturbæjarlauginni út fyrir golfvöll, niður Norðurströndina, hring út í Örfyrisey. Þegar við komum að Ellingsen fór Magga heim en Guðmundur, Þorlákur og ég héldum áfram meðfram sjónum og í gegnum Laugardalinn. Við fórum svo upp Grensásveg og niður í Fossvogsdal og þegar við komum yfir göngubrúna yfir Hafnarfjarðarveginn fór Guðmundur heim á leið með krók um Kársnesið en ég og Þorlákur héldum áfram "heim" í Vesturbæjarlaugina og síðustu kílómetrana hlupum við á ca 4.10-4.00 tempói. Garmurinn sýndi 26.5 km við Melabúðina dálítið meira en maður ætlaði sér í dag. Best að halda upp á erfiði dagsins með því að skreppa á Sigga Hall og fá sér dádýrakjöt með súkkulaðisósu - hlakka til að prófa það!!!

Engin ummæli: